Um víða veröld - Jörðin
95 Höfin Suðurhaf Suðurhaf er næstminnst úthafanna fimm og liggur umhverfis Suður skautslandið. Þar er að finna einn mesta hafstraum jarðar, Suðurhafshring strauminn. Hann liggur frá vestri til austurs enda knúinn af stöðugum vestanvindum. Ástæðan fyrir þessum sterka hafstraumi er sú að hann mætir hvergi mótstöðu á hringferð sinni um Suðurskautslandið. Þarna eru stormar líka tíðir og er meðalvindhraði á þessu hafsvæði sá mesti í heimi. Á veturna verður til mikill hafís umhverfis Suðurskautslandið. Stormar, öldurót og hafís valda því að hafsvæðið er varasamt skipaumferð. En þrátt fyrir kaldranalegt umhverfi þrífst þarna fjölbreytt dýralíf, allt frá smæstu krabbadýrum til stærstu hvala, enda gnægð næringarefna í þessum kalda sjó. Norður-Íshaf Norður-Íshafið, minnsta úthafið, er djúp úthafsdæld (Norðurheimskauts dældin) umkringd strandhöfum sem mynda landgrunn aðliggjandi meginlanda. Vegna aðstæðna hefur ekkert haf verið jafn lítið kannað þar sem stór hluti þess er þakinn ísi árið um kring. Syðst í hafinu er hafís á reki á veturna en hopar á sumrin. Þar eru auðug fiskimið. Vindar og hafstraumar halda hafísnum á stöðugri hreyfingu og getur hann rekið nokkra kílómetra á dag. Síðustu ár hefur hafísþekjan í Norður-Íshafi bráðn að verulega vegna loftslagsbreytinga. Með áfram haldandi bráðnun munu mikilvægar siglingaleiðir opnast á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Þessi nýja siglingaleið myndi auka möguleika og stytta sjóleiðina fyrir vaxandi sjóflutninga á milli gömlu iðnríkjanna við Norður-Atlantshaf og nýju hagvaxtarsvæðanna við norðanvert Kyrrahaf. Ísland gæti gegnt lykilhlutverki við slíka sjóflutninga sem umskipunar- og þjónustumiðstöð í Norður-Atlants hafi. Mikið er af fuglinum albatros í Suðurhöfum allt í kringum Suðurskautslandið. Ísbrjótur að brjóta leið fyrir önnur skip í gegnum hafísinn á norðurslóðum. Úthaf Flatarmál í millj. km 2 Mesta dýpi Kyrrahaf 156 11034 m Atlantshaf 77 8605 m Indlandshaf 69 7258 m Suðurhaf 20 7235 m Norður-Íshaf 14 4665 m
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=