Um víða veröld - Jörðin
94 á jarðskorpufleka, Kyrrahafsflekanum. Flóðbylgjur (tsunami) af völdum jarðskjálfta undir hafsbotni eru einnig tíðar og þar geta komið miklir stormar og myndað mikla ölduhæð sökum víðáttu hafsins. Atlantshaf Atlantshafið er næststærsta úthaf heims. Að því liggur fjöldi innhafa og strandhafa, þau stærstu Miðjarðarhaf og Karíbahaf. Eftir endilöngum botni Atlantshafsins liggur Mið-Atlantshafshryggurinn. Gliðnun um hann, sem er af völdum jarðskorpuhreyfinga, olli því að Afríka og Evrópa skildust frá Suður- og Norður-Ameríku á miðlífsöld. Nokkrar eyjar rísa upp frá hryggnum og er Ísland sú langstærsta. Aðrar eyjar eru t.d. Asór eyjar, St. Helena, Ascension og Tristan da Cunha sem er afskekktust allra byggðra eyja. Öldum saman hefur skipaumferð verið mikil á Atlantshafinu, hvort sem um landkönnun, fiskveiðar eða vöruflutninga er að ræða. Margar þjóðir landa er liggja að Norður-Atlantshafi byggja stóran hluta af afkomu sinni á fiskveiðum enda fiskigengd þar mikil. Indlandshaf Indlandshaf er þriðja stærsta úthaf jarðar og það heitasta af úthöfunum. Í mörgum af þeim löndum er liggja að Indlandshafi er að finna eina elstu siðmenningu heims. Fornþjóðir nýttu sér hagstætt vindafar á hafinu til siglinga og við strendur landa sem liggja að hafi varð miðstöð verslunar og viðskipta um lengri tíma. Til eru heimildir sem segja frá siglingum Egypta um Indlandshaf frá því 3000 árum f.Kr. Grikkir fóru þar um á 2. öld f.Kr. og Rómverjar áttu á sínum tíma í viðskiptum við konungsríki Tamíla á Indlandi. Portúgalski landkönnuðurinn Vasco de Gama sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða árið 1497 á leið sinni til Indlands og með þeirri siglingu hófst langt yfirráðatímabil Evrópuþjóða yfir siglingaleiðum Indlandshafs. Sem fyrr eru skipaflutningar á Indlandshafi enn miklir og mikil verðmæti flutt um hafið daglega. Olíuflutningar frá Persaflóa til allra heimsálfa eru einir þeir mestu í heiminum. Almennir vöruflutningar eru einnig miklir. Helstu siglingaleiðir um Indlandshaf eru fyrir Góðrarvonarhöfða í Suður- Afríku, um Súesskurðinn í Egyptalandi og um Malakkasund sem liggur á milli Indónesíu og Malasíu. Tristan da Cunha er lítill eldvirkur eyjaklasi á Mið-Atlantshafshryggnum í suðurhluta Atlantshafsins. Eyjan er ein afskekktasta íbúa byggð í heimi. Íbúarnir lúta breskum lögum. Veitt á staurum til að styggja ekki fiskinn. Þessi veiðiaðferð er víða stunduð við strendur Indlandshafs.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=