Um víða veröld - Jörðin

93 Höfin Skilin á milli Atlantshafs, Indlandshafs og Kyrrahafs á suðurhveli jarðar eru um lengdarbauga er liggja frá syðstu höfðum þeirra heimsálfa eða landa þar sem höfin mætast. Agulhas-höfði í Afríku skilur þannig á milli Atlantshafs og Indlandshafs. Suðuroddi Tasmaníu skilur á milli Indlandshafs og Kyrrahafs. Hornhöfði í Suður-Ameríku skilur á milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Úthöfin fimm skiptast einnig í ýmis smærri hafsvæði sem nefnast innhöf, strandhöf, flóar, sund, botnar, firðir o.fl . Mörk sumra þessara hafsvæða eru illa skilgreind á meðan önnur eru næstum algerlega afmörkuð af löndum, eyjaklösum, skögum eða landslagi á hafsbotni eins og neðan­ sjávarhryggjum. Innhöf og strandhöf Innhöf tengjast úthöfum ummisbreið sund en strandhöf liggja við strend­ ur landa. Innhöf sem teljast til Atlantshafs eru t.d. Eystrasalt, Miðjarðarhaf og Karíbahaf og dæmi um strandhöf eru Norðursjór, Labradorhaf og Gíneuflói. Stór hafsvæði í úthöfunum hafa víða einnig eigin heiti. Í Norður-Atlantshafi má t.d. nefna Noregshaf og Barentshaf. Oftast eru hafsvæðin nefnd eftir landsvæðum sem að þeim liggja. Einng bera höf nöfn þeirra sem fyrstir könnuðu þau. Þannig heitir Barentshaf eftir hol­ lenska sæfaranumWillem Barents og Beringshaf eftir danska sæfaranum Vitus Bering. Ef við skoðum nærtækara dæmi um heiti á hafsvæðum þá gengur Faxaflói úr Atlantshafi, syðst í Faxaflóa heitir svo Garðsjór, því næst Stakksfjörður og þar inn af Vogavík. Kyrrahaf Kyrrahaf er stærsta úthaf jarðar sem er þriðjungur af yfirborði jarðar og er stærra að flatarmáli en öll meginlöndin til samans. Þar er að finna þúsundir eyja. Þegar portúgalski landkönnuðurinn Ferdinand Magellan sigldi um Kyrrahaf fyrstur landkönnuða árið 1521 voru vindáttir einstaklega hag­ stæðar fyrir seglskútur hans. Hann gaf hafinu því nafnið Kyrrahaf því siglingin var nú loksins þægileg og áreynslulaus, henni fylgdi kyrrð. En Kyrrahafið er í raun ekki eins kyrrt og nafnið gefur til kynna. Þar er að finna fjölda virkra eldfjalla jafnt á eyjum sem á hafsbotni. Jarðskjálftar eru tíðir og sterkir á flekamótum þar sem hafið liggur að stórum hluta Eyjaskeggjar á Kyrrahafseyju sækja gull í greipar Ægis. Örnefni er víða að finna á hafsvæðum rétt eins og á landi. FA X A F LÓ I Garðsjór Stakksfjörður Vogavík

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=