Um víða veröld - Jörðin
92 Meiri sjór en land Eins og áður hefur komið fram þekja höf rúmlega 70% af yfirborði jarðar og hefur jörðin þess vegna oft verið kölluð bláa reikistjarnan. Höfin geyma svo mikið vatn (1,35 milljarðar km 3 ) að ef yfirborð jarðar væri slétt og sjórinn jafndreifður yfir allan hnöttinn væri sjávardýpið um 2500 metrar. Á norðurhveli þekur hann um 60% af yfirborðinu en 80% á suðurhveli. Úthöfin fimm Úthöfin sem greina að helstu meginlönd jarðar eru almennt talin vera fimm, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf, Norður-Íshaf og Suðurhaf . Það síðastnefnda hlaut þó ekki opinbera viðurkenningu fyrr en árið 2000 en var áður hluti af úthöfunum þremur er að því liggja. Suðurhaf liggur um hverfis Suðurskautslandið en markast í norðri af 60° suðlægrar breiddar. Á norðurskautssvæði jarðar er smæsta úthafið, Norður-Íshaf. Hér má sjá hvar úthöfin fimm liggja og fjölda innhafa og strandhafa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=