Um víða veröld - Jörðin

89 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Skoðaðu heimskort sem sýnir gróður- og loftslagsbelti jarðar. Í hvaða belti búa flestir jarðarbúar? Hvers vegna? 2. Hvaða gróðurbelti er stærst í heiminum? En minnst? Finndu svarið 3. Hvað einkennir gróðurfar í þessum gróðurbeltum? a. freðmýri b. steppu c. eyðimörk 4. Hvað einkennir eftirtaldar gerðir skóga, hvaða trjátegundir vaxa þar og hver eru helstu einkennisdýr skóganna? a. barrskógar b. laufskógar c. hitabeltisregnskógar Umræður 5. Hvert er hlutverk skóga? Hvaða áhrif hefur það ef þeir eru höggnir niður? 6. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir eyðingu skóga? Hvernig er jafnvægi haldið? 7. Ímyndum okkur land þar sem meðalhiti heitasta mánaðar er 12 °C og landið er þakið barrskógi. Í hvaða gróðurbelti er landið? Viðfangsefni 8. Veljið eitt gróðurbelti og kynnið ykkur það vel (staðsetning, gróðurtegundir, veðurfar, dýralíf, myndir o.fl. ). Kynnið fyrir bekkjarfélögum. 9. Eyðimerkur skiptast í kaldar og heitar eyðimerkur. Úskýrið muninn. 10. Veljið eina af eftirfarandi eyðimörkum og kynnið fyrir bekknum. a. Sahara b. Kalahari-eyðimörkin c. Namib-eyðimörkin d. Góbí-eyðimörkin e. Arabíueyðimörkin f. Takla Makan g. Atacama-eyðimörkin h. Great Victoria-eyðimörkin 11. Veljið ykkur eitt dýr sem er í útrýmingarhættu og kynnið fyrir bekknum. Gerið grein fyrir því í hvaða gróðurbelti það lifir og hvaða hætta steðjar að því. a. risapanda b. múrmeldýr c. nashyrningur d. síberíutígur e. nílarkrókódíll f. fjallagórilla g. annað að eigin vali Ísland 12. Í hvaða loftslags- og gróðurbeltum er Ísland? Hvaða tegundir gróðurs eru algengastar hér á landi? 13. Hverjir eru stærstu skógarnir á Íslandi og hvar eru þeir? 14. Kynntu þér skógrækt í þínu nánasta umhverfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=