Um víða veröld - Jörðin

7 Jörðin verður til Sólkerfið okkar samanstendur af sól, átta reikistjörnum og tugum fylgitungla þeirra, dvergreikistjörnum og milljörðum smærri fyrirbæra eins og smástirna, halastjarna og loftsteina. Sólkerfið okkar Sólin og allt það sem gengur á brautum í kringum hana, reikistjörnur, tungl, smástirni og halastjörnur mynda sólkerfið. Sólin er stjarna í miðju sólkerfisins, 150 milljón km frá jörðinni. Hún er úr gasi og er um 99% af massa sólkerfisins. Reikistjörnurnar eru átta og er skipt í tvo hópa, innri og ytri reikistjörnur. Þær ganga á sporbrautum umhverfis sólu. Innri reikistjörnurnar eru frekar litlar með yfirborð úr bergi. Næst sólu er minnsta reikistjarnan Merkúríus, næst kemur Venus, þá Jörðin og Mars. Ytri reikistjörnurnar eru gasrisarnir Júpíter, Satúrnus með sínum einkennandi hringum úr ís og ryki, Úranus og Neptúnus. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu um 300 sinnum stærri en jörðin. Það tekur reikistjörnurnar mislangan tíma að ferðast umhverfis sólu. Jörðin er eitt ár að ganga um sólu en Neptúnus 165 ár. Allar reikistjörnurnar fyrir utanMerkúríus og Venus hafa eitt eða fleiri tungl á sporbraut um sig. ÞYNGDARAFL Þyngdarafl eða aðdráttarafl kallast sá kraftur sem verður þegar massamiklir hlutir dragast hver að öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=