Um víða veröld - Jörðin
87 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Steppur Steppur, einnig nefndar gresjur, eru mjög stór tiltölulega flatlend svæði þar sem gras er ríkjandi gróður. Þar eru nær engin tré. Loftslagið er misjafnt eftir því hvar steppan er. Nærri laufskógum ríkir meginlandsloftslag. Þar eru vetur svalir og sumrin hlý með mesta úrkomu á vorin og snemma á sumrin. Á steppum nærri eyðimörkum skiptast á þurrka- og regntímar og þar er alltaf hlýtt. Víðáttumiklar steppur teygja sig frá Austur-Evrópu, Rússlandi og Mið-Asíu langt austur eftir Kína. Miklar steppur eru í Norð ur-Ameríku, Argentínu, Suður-Afríku og Ástralíu. Savannar Savanna (staktrjáasléttu) er að finna í hitabeltinu og er það, líkt og steppa, oftast slétt graslendi þó með runnum eða stöku trjám á víð og dreif. Í hitabeltisloftslagi þar sem einungis rignir hluta úr ári er savanni algengur. Þar er heitt allan ársins hring og úrkoma frekar lítil. Á veturna kemur oft ekki dropi úr lofti í nokkra mánuði. Á sumrin geta komið miklar rign ingar og verður þá mjög heitt og rakt. Jarðvegurinn er þunnur og frekar næringarsnauður. Algengasti gróðurinn er hátt gras og harðgerðir runnar og tré sem hafa lagað sig að hinum langa þurrkatíma. Savannar eru mjög algengir í Afríku og þekja þar um helming lands. Gasellur á beit á savanna í Afríku. Í Mongólíu er að finna víðáttumiklar steppur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=