Um víða veröld - Jörðin
80 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Búðu til loftslagsrit með eftirfarandi upplýsingum. Mánuður °C mm Janúar 25 122 Febrúar 24 123 Mars 21 154 Apríl 18 107 Maí 14 92 Júní 11 50 Júlí 11 53 Ágúst 13 63 September 14 78 Október 18 139 Nóvember 21 131 Desember 23 103 Við hvern eftirtalinna staða eiga upplýsingarnar hér að ofan? a) New York b) Buenos Aires c) Jakarta 2. Veldu tvo staði og gerðu loftslagsrit fyrir þá. Þú færð upplýsingar um úrkomu og hitastig á www.vedur.is a. Reykjavík b. Bolungarvík c. Akureyri d. Egilsstaðir 3. Skoðaðu veðurkort og lýstu með eigin orðum veðrinu sem kortið sýnir. Finndu svarið 4. Hvaða lofttegundir er aðallega að finna í lofthjúpnum umhverfis jörðina? Hvaða fleiri lofttegundir er þar að finna? 5. Útskýrðu hverjar hinar þrjár tegundir úrkomu eru. 6. Í hvaða þrjá flokka eru ský flokkuð eftir hæð? 7. Nefndu nokkra þætti sem mynda veður. 8. Hvaða upplýsingar er hægt að lesa út úr loftslagsriti? 9. Útskýrðu eftirfarandi hugtök: a) lágþrýstingur b) háþrýstingur c) loftþrýstingur 10. Hvers vegna er heitara við miðbaug en við heimskautin? Umræður 11. Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvað veldur hækkun á hita í lofthjúpi jarðar? 12. Hvaða þættir aðrir en sólin hafa áhrif á hitastigið á jörðinni? 13. Hvaða þættir eru þess valdandi að úrkoma myndast? 14. Á hvaða tímum sólarhrings eru veðurfréttir sendar út í fjölmiðlum? 15. Gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á líf okkar á jörðinni. En með aukinni mengun hefur jafnvægi lofttegunda raskast. Hvaða áhrif hefur það á líf manna á jörðinni? Er eitthvað sem við getum gert til að koma í veg fyrir þessa þróun? 16. Með hækkandi hitastigi jarðar er viss hætta á að jöklarnir bráðni. Hvað gerist ef jökullinn við heimskautin bráðnar? Hvað er jákvætt/ neikvætt við þá þróun? 17. Af hvaða völdum eru þær loftslagsbreytingar sem við heyrum af? Rökræðið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=