Um víða veröld - Jörðin

79 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Loftslagsflokkar Þegar tekið er tillit til ýmissa þátta er hafa áhrif á loftslag eins og hæð yfir sjávarmáli og hafstrauma má skipta hverju loftslagsbelti í nokkra loftslags­ flokka sem síðan má skipta í enn fleiri undirflokka allt eftir staðháttum á hverju landsvæði fyrir sig. Dæmi um loftslagsflokka er heimskautaloftslag, strandaloftslag, meginlandsloftslag, miðjarðarhafsloftslag, steppuloftslag, savannaloftslag, eyðimerkurloftslag, regnskógaloftslag og háfjallaloftslag . Loftslagsrit Einfalt er að lýsa loftslagi með línuriti. Dæmigert loftslagsrit sýnir meðal­ hita og úrkomu á ákveðnum stað á ári. Hitinn er sýndur með línu sem dregin er milli punkta er gefa til kynna meðalhita í hverjum mánuði. Meðalársúrkoman er sýnd í stöplariti með stöpli fyrir hvern mánuð. Hér fyrir neðan er fjallað um tvo staði í Evrópu. Báðir staðirnir eru í tempraðabeltinu en vegna staðhátta og staðsetningar ríkir þar ólíkt loftslag. Valentia er bær á lítilli eyju við vesturströnd Írlands í miðju vestanvinda­ beltinu. Þar er dæmigert strandaloftslag . Ríkjandi vestanáttin ber rakt loft af Atlantshafinu yfir bæinn svo úrkoma er þar mikil. Árstíðamunur lofthita er lítill. Hitamunur á heitasta og kaldasta mánuði ársins er ekki nema 9 °C. Í Kiev, höfuðborg Úkraínu, er veðurfar nokkuð frábrugðið. Þar sem borgin er langt frá úthafi nær regnið utan af Atlantshafi yfirleitt ekki þangað. Þar er árstíðamunur lofthita líka mun meiri en í Valentia eða um 25 °C. Þar ríkir meginlandsloftslag . Loftslagsrit fyrir Valentia og Kiev. Á X-ás eru mánuðir en á Y-ás hægra megin eru gildi hitastigs (°C) og úrkomu vinstramegin (mm).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=