Um víða veröld - Jörðin

78 Loftslag Jörðinni er skipt í fjögur loftslagsbelti eftir meðallofthita, kuldabeltið , tempraða beltið , heittempraða beltið og hitabeltið . Mörk loftslagsbelta og gróðurbelta falla víða vel saman. • Í kuldabeltinu fer meðalhiti heitasta mánaðar ársins ekki yfir +10 °C og er úrkoma þar lítil. • Í tempraða beltinu er meðalhiti heitasta mánaðar ársins yfir +10 °C og meðalhiti kaldasta mánaðar undir +5 °C. • Í heittempraða beltinu er meðalhiti heitasta mánaðar ársins yfir +15 °C og meðalhiti kaldasta mánaðar yfir +5 °C. • Í hitabeltinu er meðalhiti heitasta mánaðar yfir +20 °C og er úrkoma þar mikil. Loftslagsbelti jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=