Um víða veröld - Jörðin

77 Náttúra, gróður og loftslag jarðar skýjatákni án sólar. Annað skýjafar er sýnt með blöndu af þessum tveimur táknum. Algengast er að tákna magn úrkomu með þéttleika úrkomutákna. Vindátt er táknuð með vindör sem sýnir úr hvaða átt vindurinn blæs. Tölurnar í eða við vindörvarnar sýna vindhraðann í metrum á sekúndu. Ýmislegt veldur því að veðurspár ganga ekki alltaf eftir. Jafnan eru spár sem ná skemmra fram í tímann áreiðanlegri en þær sem horfa lengra fram í tímann. Fleiri og betri veðurmælingar, auk nákvæmari og betri veðurlíkana valda því að veðurspár í dag eru mun nákvæmari en áður. Ætli þessi veðurglögga hagamús sé að gá til veðurs?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=