Um víða veröld - Jörðin

76 Veðurfréttir Á Íslandi breytist veður gjarnan mjög hratt, t.d. með aukinni hæð yfir sjó eða þegar lægðir nálgast. Það er því mikilvægt fyrir íbúa í slíkum aðstæð­ um að fylgjast vel með veðurspám þar sem veður er ekki endilega alltaf í takt við árstíma. Á Íslandi koma veðurkort í fjölmiðlum daglega fyrir augu landsmanna. Því hefur það komið sér vel og oft verið nauðsynlegt fyrir Íslendinginn að kunna að lesa veðurkort. Veðurkort Veðurkort eða veðurspákort sýna spá um veður fyrir tiltekin tímabil og landsvæði. Kortin sýna t.d. spár um hitastig, skýjahulu, úrkomu og vind. Upplýsingar um veður fá veðurfræðingar víðs vegar að. Til að mynda frá veðurstöðvum víða um landið, veðurstofum annarra landa, frá veðurtunglum sem svífa á brautum sínum umhverfis jörðina og frá veðurduflum sem fest eru við legufæri á hafi úti. Veðurspár eru unnar út frá öllum tiltækum gögnum, þ.m.t. flóknum veðurlíkönum sem keyrð eru í stórum tölvum víðs vegar um heiminn. Hitatölur eru sýndar sem rauðar eða bláar eftir því hvort um er að ræða hita eða frost. Skýjahula táknar hversu mikið af skýjum er á himni. Heiðskír himinn er táknaður með heilli sól og alskýjaður himinn með Veðurkortin sem ber fyrir augu í fjölmiðlum á hverjum degi eru gott dæmi um þemakort. En til að veðurkortið nýtist vel þeim sem það skoðar er nauðsynlegt að kunna skil á helstu veðurtáknum. él glennur hafís hálfskýjað heiðskírt léttskýjað regn sandfok skafrenningur skúr skýjað snjór súld þoka þokumóða þrumuveður þungskýjað þurramistur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=