Um víða veröld - Jörðin

75 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Hringrás vatns Vatn, sem er eitt allra mikilvægasta efnið á jörðinni, fyrirfinnst í and­ rúmslofti, höfum, stöðuvötnum, ám, jöklum, í jarðvegi og enn neðar í jörðu sem grunnvatn. Vatnið er í stöðugri hringrás um allan heim sem knúin er áfram af sólinni. Vatn gufar upp úr höfunum og fellur aftur að langstærstum hluta sem úrkoma í höfin. Það berst líka með vindum yfir land þar sem það fellur til jarðar sem úrkoma. Þegar úrkoma fellur á yfirborð jarðar seytlar megnið af henni niður í jarðveginn. Sá hluti úrkomunnar sem verður eftir á yfirborðinu myndar yfirborðsvatn (ár, stöðuvötn) sem berst aftur til sjávar. Úrkoma sem seytlar niður í jarðveginn nýtist plöntum. Það vatn sem sígur enn lengra niður og fyllir allar holur og sprungur í jarðvegi og berggrunni kallast grunnvatn . Hringrás vatns.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=