Um víða veröld - Jörðin

74 Þrumur og eldingar Þrumuveður myndast í skýjum sem rísa mjög hátt. Á hlýjum dögum stígur loft hratt upp. Þegar uppstreymi þess er mikið verða til háreist skúraský. Þegar hlýja loftið er komið í mun kaldara loft myndast rafspenna. Þá getur myndast elding sem er rafstraumur sem hleypur á milli staða í skýjum eða á milli skýja og yfirborðs jarðar. Eldingin hitar loftið næst sér svo mikið að úr verður þruma sem er sprenging. Hljóðbylgjur frá sprengingunni berast í allar áttir. Þrumuveður eru algeng á hinummiklu úrkomusvæð­ um við miðbaug og eru algengust síðdegis þegar heitt er í veðri. Þrumur og eldingar eru ekki tíð náttúrufyrirbrigði á Íslandi. Þrumuveður eru þó algengari sunnanlands en norðan. Eldingu lýstur niður í Tucson-fjöll í Arizona í Bandaríkjunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=