Um víða veröld - Jörðin

73 Náttúra, gróður og loftslag jarðar endar með úrhellisrigningu og jafnvel þrumum og eldingum. Þessi tegund úrkomu sem er mjög algeng í grennd við miðbaug kallast skúraúrkoma eða skúraveður . Ský Ský eru ólík og myndast í mismunandi hæð við ýmsar aðstæður. Oft­ ast verða þau til við það að loft stígur og kólnar. Nær öll ský myndast í veðrahvolfinu en hæst ná þau jafnan í hitabeltinu. Ský eru flokkuð í háský, miðský og lágský eftir hæðinni á neðri hluta þeirra. Þau eru síðan flokkuð enn frekar eftir útliti í tíu flokka sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Háský, miðský og lágský greinast nokkuð skýrt að. Aðeins skúraský eru háreist og geta náð upp eftir öllu veðrahvolfinu. UMHLEYPINGASÖM Umhleypingasöm veðrátta er veðr­ átta sem er síbreytileg. REGNSKUGGI Regnskuggi myndast oft hlémegin við há fjöll. Þar fellur lítið eða ekkert regn. Klósigar Maríutásur Blika Bólstraský Þokuský Flákaský Gráblika Netjuský Regnþykkni Háský 6000–10000 m Miðský 2000–6000 m Lágský 0–2000 m

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=