Um víða veröld - Jörðin

72 Veðráttan á Íslandi er þó svo umhleypingasöm að hiti getur auðveldlega breyst meira á einum degi en árstíðin segir til um. Nokkrir mismunandi mælikvarðar eru notaðir fyrir hitastig semmælt er í gráðum. Celsius-kvarðinn er algengastur og er hann notaður á Íslandi. Fahrenheit-kvarðinn er notaður í Bandaríkjunum. Kelvin-kvarði er einnig notaður og þá aðallega í vísindum. Meðalhiti fæst með stöðugum mælingum yfir lengri tímabil, t.d. 30 ár. Raki og úrkoma Úrkoma verður til er vatnsgufa þéttist þegar loft kólnar í uppstreymi. Stór hluti af vatni í andrúmsloftinu er ósýnileg vatnsgufa. Heitt loft getur borið meira af vatnsgufu en kalt loft. Þegar loft kólnar getur það ekki haldið allri vatnsgufunni lengur og ský og úrkoma myndast. Þá þéttist vatnsgufan í svo örsmáa vatnsdropa eða ískristalla að þeir haldast á lofti og mynda skýin. Síðan vaxa þessir dropar eða ískristallar í stærri vatnsdropa eða snjókorn sem verða svo þung að þau falla til jarðar. Úrkoma kallast allt það sem fellur til jarðar úr skýjum, ýmist fljótandi sem rigning eða fast sem snjókorn eða haglél, eða slydda þegar snjókornin eru að hluta bráðin. Úrkoma verður aðallega til á þrennan hátt. Úrkoma myndast þegar rakir vindar koma af hafi og inn yfir land. Vindurinn flytur rakt loft yfir fjöll, loftið kólnar, rakinn í því þéttist og úrkoma fellur, fjallaúrkoma . Þegar úrkoma hefur fallið ber vindurinn þurrt loftið yfir fjöllin. Hlémegin við fjöllin verða landsvæði oft mjög þurr og verður til regnskuggi þar. Mörg af þurrustu svæðum heims eru í regnskugga fjalla, sbr. hnúkaþeyr. Önnur tegund úrkomu verður þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Er þá talað um skilaúrkomu . Þegar kaldur loftmassi er í framrás og þrýstist undir hlýrri loftmassa er talað um kuldaskil en hitaskil þegar hlýr loftmassi berst yfir kaldara loft. Við þessar aðstæður er hlýtt loft í þvinguðu uppstreymi, loftið kólnar, rakinn þéttist og það fer að rigna. Stór hluti úrkomu á Íslandi stafar frá skilum og úrkoma frá þeimmagnast gjarnan í fjalllendi. Enn ein tegund úrkomu verður til vegna hitunar frá yfirborði jarðar, t.d. vegna hita sólar eða frá hlýju hafi. Þá hitnar neðsti hluti loftsins, það léttist og stígur upp. Við það að stíga upp kólnar loftið, rakinn í því þéttist og úrkoma fellur. Hlýir sumardagar heilsa gjarnan með sólskini og heiðum himni. Þegar líður á daginn hrannast hins vegar upp ský á himninum sem Þrenns konar úrkoma. Í öllum tilfellum stígur rakt loft upp og kælist. Efstamyndin sýnir fjall sem knýr loftið til að stíga. Í miðju mætir hlýr loftmassi köldum, hitaskil. Á neðstumyndinni veldur heitt land því að rakt loft stígur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=