Um víða veröld - Jörðin

71 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Veðurfar Veðurfarið á jörðinni ræðst af geislun sólar. Hiti sólarinnar hefur í för með sér að loftslagið er þægilegt. Veður breytist frá degi til dags. Vind­ ur, skýjafar, hitastig og loftþrýstingur veldur því að suma daga er hlýtt, heiðskírt og logn en aðra daga kalt, skýjað og hvasst. Mismunandi er eftir löndum og svæðum hvaða þættir móta veðurfarið. Hér á landi er það aðallega lega landsins, hafstraumar og fjalllendi Íslands. Lega landsins norður við heimskautsbaug leiðir til þess að sólarhæð er aldrei mikil og mikill munur er á lengd dags eftir árstíðum. Ísland liggur á mörkum hlýrra og kaldra hafstrauma en vegna Golfstraumsins sem ber hingað hlýjan sjó úr suðurhöfum er meðalhiti hér hærri en víða annars staðar á sömu breiddargráðum. Landið er líka hálent sem hefur mikil áhrif á veðurfarið. Hiti lækkar ört með hæð og fjöll hafa mikil áhrif á vinda. Hálendið eykur á skýja- og úrkomumyndun áveðurs en dregur úr henni hlémegin. Hitafar Ef yfirborð jarðar væri alls staðar eins væri meðalhiti sá sami hvar sem er á sömu breiddargráðunni. Varmi streymir alltaf frá stað með hærri hita til staðar með lægri hita. Hitinn er mestur við miðbaug en lægstur á heimskautunum. Það sem hefur m.a. áhrif á hitastig staða er skýja- og vindafar, hæð yfir sjávarmáli og fjarlægð frá hafi. Á daginn hlýnar yfirborð jarðar vegna sólgeislunar en jörðin tapar þessum varma aftur út í geim á nóttunni. Ef ský eru á himni draga þau úr því að hitinn berist aftur út í geim og það verður hlýrra við yfirborð jarðar. Hæð yfir sjávarmáli ræður líka miklu um hitastig. Mestur er hitinn við sjávarmál en lækkar jafnt og þétt eftir því sem ofar dregur. Yfirborð sjávar hitnar og kólnar mun hægar en land og því eru hitabreytingar gjarnan minni nærri hafi heldur en inni á meginlöndum, bæði dags og nætur, sumars og vetrar. Á veturna verða þeir staðir sem eru nálægt hafi því sjaldan mjög kaldir. Á sama tíma getur orðið ansi kalt fjarri hafi. Á sumrin verða þeir staðir sem eru nálægt hafi ekki eins heitir og þeir sem eru langt inni á meginlöndum. Á Íslandi ræðst hiti mjög af nálægð við hafið, sumur eru svöl en vetur mildir. Þó getur munur á hitafari í innsveitum og á annesjum verið þónokkur, þar sem nesin eru nær sjó er hitafar þar jafnara yfir árið. Hitakvarðar Fahrenheit Celsíus 212 100 Suðumark vatns 194 176 158 140 122 104 86 90 80 70 60 50 40 30 68 20 Meðalstofuhiti 50 10 32 0 Frost-/bræðslumark vatns 14 –4 –22 –40 –58 –76 –94 –112 –10 –20 –30 –40 –50 –60 –70 –80 –130 –90 Lægsta mælda hitastig, Vostok í Antarktíku í júlí 1983 –148 –100 Celsius og Fahrenheit-kvarðarnir bornir saman. VEÐURFAR Veðurfar eða loftslag er notað til að lýsa hvernig veður er að jafnaði yfir lengri tíma, s.s. ár eða áratugi. ÁVEÐURS Áveðurs er sú hlið fjalls sem snýr að vindinum sem blæs á það, sú hlið sem veðrið lendir á. Öfugt við hlémegin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=