Um víða veröld - Jörðin

67 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Vestanvindar Vindar á milli 30. og 60. breiddargráðu á suður- og norðurhveli jarðar eru jafnan vestlægir. Því veldur einnig snúningur jarðar eða fyrrnefndur svigkraftur. Vestanvindarnir eru sterkastir á veturna. Þeir eru jafnframt sterkari og stöðugri á suðurhveli en á norðurhveli því þar er minna um meginlönd sem trufla loftstraumana. Á þessu svæði er að finna eina hættulegustu siglingaleið á jörðinni, fyrir Hornhöfða, suðurodda Suður- Ameríku. Meginskil Meginskil er notað til að lýsa því hvar hlýtt og rakt loft úr suðri (úr norðri á suðurhveli) mætir köldu heimskautalofti. Lægðir verða til á meginskilun­ um og ferðast eftir þeim. Á haustin og veturna eru meginskilin skörpust og lægðirnar sem á þeim myndast öflugastar. Svæðið sem meginskilin myndast á er í kringum 60° norðlægrar og suðlægrar breiddar en er þó mjög breytilegt eftir t.d. árstíð. Meginskilin á norðurhveli liggja oft um Ísland eða nærri því. Loftþrýstingur á norðurhveli jarðar er að meðal­ tali lægstur suðvestur af Íslandi og hefur lægðasvæðið þar verið kallað Íslandslægðin. Árstíðavindar Árstíðavindar kallast þeir vindar sem breytast reglulega eftir árstíðum vegna mishitunar lofts yfir landi og sjó. Á sumrin hitnar yfirborð jarðar hraðar og meira en yfirborð sjávar. Á veturna er þessu öfugt farið, þá kólnar landið hraðar en yfirborð sjávar. Þessi víxlverkun er meginorsök árstíða­ vinda. Árstíðavindar eru m.a. fellibyljir, skýstrokkar og monsúnvindar. Meginskil eru þar sem hlýtt loft úr suðri mætir köldu heimskautalofti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=