Um víða veröld - Jörðin
65 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Vindakerfi jarðar Sólin hitar yfirborð jarðar mismikið og loftið sem er í snertingu við það verður mismunandi heitt. Vindar eru loft á hreyfingu fyrir tilverknað sólar og eru leið lofthjúpsins til að jafna þann hitamun sem verður vegna mishitunarinnar. Á jörðinni eru þrjú stór hringrásarkerfi vinda sem öll tengjast. Þau jafna hitamun á jörðinni og færa varma frá miðbaug í átt til heimskautanna. Í stórum hlutum heims er vindáttin í einu hringrásarkerfi næstum alltaf sú sama eins og í staðvindabeltinu og vestanvindabeltinu. Vindar eru alltaf kenndir við áttina sem þeir koma úr. Vindur sem blæs úr norðri er því nefndur norðanvindur. 1 Í kyrrabeltinu umhverfis miðbaug er loft þrýstingur lágur. Þar stígur hlýtt loft upp og kólnar, rakinn í loftinu þéttist og fellur sem úrkoma. 2 Loftið berst til norðurs eða suðurs í háloftunum frá miðbaug í áttina að há þrýstibeltunum við 30° N og S. 3 Hér sígur loftið aftur niður að jörðu og hlýnar. 4 Þegar lágþrýstisvæðið við miðbaug dregur loft til sín aftur myndast staðvindarnir . 5 Nær heimskautunum eru vest lægir vindar ríkjandi. 6 Þegar tiltölulega hlýtt loft úr vestanvindabeltinu berst í áttina til norður- eða suðurskauts mætir það köldu heimskautalofti. 7 Þar sem lægðir verða til myndast meginskil . Með því að lesa textaboxin í réttri númeraröð er auðveldlega hægt að átta sig á vindakerfi jarðar. Rétt er að hafa í huga að samskonar vindakerfi er á norðurhveli og suðurhveli. 1 2 2 7 6 5 4 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=