Um víða veröld - Jörðin

63 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Gróðurhúsaáhrif Sólgeislun sem kemst í gegnum lofthjúpinn og fellur á yfirborð jarðar hitar það og loftið næst því. Stór hluti þessarar varmaorku tapast svo aftur út í lofthjúpinn þegar sólin sest og geislarnir hætta að skína á yfirborð jarðar, það kallast útgeislun. Varmatapið er þó mismikið eftir yfirborði jarðar. Ís endurvarpar mest, þá land en hafið minnst, það geymir orkuna. Lofthjúpurinn, skýin og agnir gleypa hluta af þessari orku og endurkasta henni síðan aftur til jarðar. Þetta kemur í veg fyrir að yfirborð hennar og neðsti hluti lofthjúpsins kólni enn frekar vegna útgeislunar. Á þennan hátt má líkja lofthjúpnum við gróðurhús sem hleyp­ ir orku sólargeislanna í gegnum sig en ekki aftur til baka út í geim. Þetta kallast gróður- húsaáhrif . Gróðurhúsaáhrif eru forsenda lífs á jörðinni og eru til komin vegna vatnsgufu og lofttegunda eins og koltvísýrings og metans. Þau eru náttúruleg og án þeirra væri meðalhitastig á jörðinni –18 °C en ekki +15 °C. Síðustu áratugi hefur hitinn í andrúmsloftinu hins vegar aukist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað hefur breyst? Með aukinni losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum, s.s. vegna bruna jarðefnaelds­ neytis, aukast enn frekar gróðurhúsaáhrifin í andrúmsloftinu og lofts­ lag hlýnar. Þessi hlýnun veldur breytingum á veðurfari, bráðnun jökla, súrnun og hækkun yfirborðs sjávar um ókomna tíð. Þessi breyting mun m.a. hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stóran hluta mannkyns sem býr á láglendi skammt frá sjó. Hvað geta jarðarbúar gert til að reyna að sporna við hitaaukningunni? Minnka þarf brennslu jarðefnaeldsneytis sem spúir koltvísýringi út í andrúmsloftið og leggja aukna áherslu á tækni sem nýtir umhverfisvæna orku. Ef bílar og verksmiðjur ganga fyrir umhverfisvænni orku, eins og vetni og rafmagni, vinnst mikið. Einnig má draga úr gróðurhúsaáhrifum með því að planta fleiri trjám en tré vinna m.a. koltvísýring úr andrúms­ loftinu. Ekki dugir að bíða eftir að einhver annar taki af skarið heldur þarf hver og einn jarðarbúi að axla sína ábyrgð. Aukin losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið eykur gróðurhúsaáhrifin. Gróðurhúsalofttegundirnar gleypa varmaútgeislun jarðar og senda hluta hennar til baka að yfirborði jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=