Um víða veröld - Jörðin

62 Orkan í lofthjúpnum Orkan sem drífur veðrakerfin í lofthjúpnum kemur frá sólinni. Sólin hitar yfirborð jarðar en mismikið eftir því hvar við erum stödd á jörðinni og hvort sólargeislunin fellur á land eða sjó. Sólargeislunin er mest nærri mið­ baug en minnkar í átt að pólunum. Vegna þessarar mishitunar lofts verða til veðrakerfi og vindar sem flytja orkuna frá hlýjum svæðum til þeirra kaldari. Á okkar breiddargráðum kristallast þessi flutningur orkunnar í tíðum lægðum er fara hér hjá. Geislar sólarinnar hita líka upp vatnið á jörðinni svo að það gufar upp. Orkujafnvægi jarðar Sólin geislar út í geiminn í allar áttir en einungis örlítill hluti orkunnar sem sólin sendir frá sér berst til jarðarinnar. Af þeirri orku berst um helmingur til yfirborðs jarðar, 20% hitar gufuhvolfið og afgangurinn endurvarpast aftur út í geim. Þegar sólgos verða, sem er skyndileg aukning á orkuflæði, hefur það bein áhrif á loftslag á jörðinni. Jörðin fær einungis agnarlítinn hluta þeirrar orku sem sólin geislar út í geiminn. Af sólar­ ljósinu semberst til jarðar nær einungis helm­ ingur til yfirborðs hennar. Afgangurinn endur­ kastast aftur út í geim. SÓLGOS Sólgos verða þegar orka losnar skyndilega úr læðingi á sólinni. Frá sólgosinu berst sterk rafsegulgeislun (segulstormur) sem getur haft tímabundin áhrif á rafnotkun jarðarbúa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=