Um víða veröld - Jörðin

Vissir þú þetta? • Vetrarbrautin okkar er ein af mörgum milljörðum vetrarbrauta í geimnum. • Sólin svarar til 99,8% af massa okkar sólkerfis. • Munur á hitastigi dags og nætur á Merkúríus getur numið meira en 600 °C. • Fundist hafa hundruðgíga eftir smástirni sem rekist hafa á jörðina og mælist þvermál þeirra allt frá tugum metra upp í hundruð kílómetra. • Hluti af berginu á austurströnd Hudsonflóa í Kanada er elsta berg sem þekkt er á jörð- inni. Það er talið hafa myndast fyrir 4,28 milljörðum ára. • Meira en 6000 tonn af manngerðum hlutum, geimrusli, eru á sveimi á sporbaug í kringum jörðina, þar á meðal 200 óvirk gervitungl. • Á hverju ári falla um 14 þúsund tonn af geimryki til jarðar. Sú þyngd er á við rúmlega 3000 afríkufíla. • Hæsta fjall í sólkerfinu okkar er 24 km há dyngja á Mars, Olympusfjall. • Þótt þú standir kyrr ferðastu á um 100 þús- und km hraða á klukkustund um geiminn. • Sólin okkar er svo stór að milljón jarðir kæmust fyrir í henni. Þó er hún lítil af sólum að vera. Í þessum kafla lærir þú um: • alheiminn og tilurð hans • sólkerfið • reikistjörnurnar • skiptingu jarðsögutímans • göngu jarðar og tungls • árstíðaskipti • sólarhæð og dægraskipti • hvirfilstöðu sólar • ferðir mannsins út í geim

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=