Um víða veröld - Jörðin

57 Landakort Umræður 21. Hvaða vandræði fylgja því að flytja upplýsingar um hnött yfir á flatt blað? 22. Í löndunum í kringum okkur er tíminn mismunandi eftir vetri og sumri. Finnst ykkur að það ætti að breyta klukkunni hér á landi? Rökstyðjið og útskýrið þær breytingar ef þið teljið svo. 23. Finnið höfuðáttirnar í skólastofunni. Úr hvaða átt skín sólin þegar hún er hæst á lofti? 24. Í hvaða átt horfið þið þegar þið standið á þessum stöðum? Útskýrið. a. norðurpólnum b. suðurpólnum 25. Nú þegar ýmis staðsetningartæki (GPS) eru í boði, hvaða not höfum við fyrir bauganetið? 26. Hvaða tæki og tól notuðu menn áður fyrr til að mæla vegalengdir og rata á milli staða, áður en GPS-staðsetningartæki komu til sögunnar? Viðfangsefni 27. Farðu á Google-Earth og finndu: a. Hversu langt er frá Reykjavík til Rómar? b. Hversu langt í kílómetrum er að keyra frá Ísafirði til Akureyrar? c. Heimilisfang í Bandaríkjunum (t.d. á hóteli) og finndu staðinn í Streetview á Google Earth. d. Áhugaverða staði í Streetview. e. Þrívíddarteikningar af frægum byggingum (t.d. Eiffelturninn, Hvíta húsið, Colosseum o.fl. ) 28. Mörgum finnst gott að nota hugtakakort til að rifja upp námsefnið sem þeir eru að læra. Búið til hugtakakort um innihald kaflans hér að framan. Þið getið teiknað upp kortið eða notað þar til gerð forrit sem hægt er að nálgast á netinu (t.d. freemind). 29. Búið til ykkar eigið landakort af drauma­ eyjunni ykkar, setjið áhugaverða staði inn á kortið, kortaskýringar, mælikvarða, hæðarlínur, vegmerkingar og aðrar upplýsingar sem þurfa að koma fram á landakorti. Ísland 30. Á hvaða lengdar- og breiddargráðum er þinn heimabær? 31. Á hvaða lengdar- og breiddargráðum er: a. Hólmavík? b. Kirkjubæjarklaustur? c. Raufarhöfn? d. Sandgerði? 32. Ef þú ætlar í gönguferð um Hornstrandir, hvernig kort þarftu að hafa með þér? Hvaða mælikvarði er á kortinu? 33. Skoðaðu borgarvefsjá (www.borgarvefsja.is ) og veldu eina af eftirfarandi leiðum og mældu vegalengdina eftir hjóla-/göngustígum: a. Reykjavíkurflugvöllur – Mjódd b. Hlemmur – Hamraborg c. Lækjartorg – Grótta 34. Finndu á netinu eða í bók gamalt kort af þinni heimabyggð og berðu saman við byggðina í dag. Hefur orðið mikil breyting síðustu 50 ár? En síðustu 10 ár? 35. Skoðaðu skipulagskort yfir þitt hverfi, finndu húsið þitt og merktu inn á kortið hvar hægt væri að bæti við byggðina. Bættu inn á kortið t.d. sundlaug, íþróttahúsi eða öðru sem þú vilt fá í hverfið þitt. 36. Finndu kort sem sýnir leiðir strætisvagna um höfuðborgarsvæðið og neðanjarðarlestarkort úr stórborg í Evrópu og berðu kortin saman. (Stærð á landsvæði, fjölda vagna, fjölda leiða, fjölda farþega á dag, tíðni ferða o.fl. ) Hvers vegna heldur þú að við séum ekki með neðanjarðarlestir á Íslandi? 37. Berðu saman gamalt og nýlegt kort af Íslandi. Hvað er líkt og hvað ólíkt með þeim?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=