Um víða veröld - Jörðin

55 Landakort vegna ónákvæmrar kortvörpunar. Í forritinu er hægt að velja á milli þess að skoða landsvæði sem loftmynd eða sem hefðbundið kort. Þá er hægt að taka fyrir landupplýsingar sem eiga að birtast eins og vegakerfi og landamæri eða ákveðin þemu eins og veðurfar og ýmsan umhverfisvanda er steðjar að heimsbyggðinni. Í forritinu er e innig hægt að skoða landsvæði í þrívídd og víða á jörðu niðri er hægt að skoða götumyndir í 360° (e. streetview) þá aðallega í þéttbýli. Vefsjár Mörg fyrirtæki og stofnanir bjóða upp á svokallaðar vefsjár. Vefsjá inni­ heldur kort á vefnum sem unnin hafa verið í landupplýsingakerfum. Prófaðu að slá inn „vefsjá“ í leitarstreng á vefnum og sjáðu hvað kemur upp. Veldu vefsjár til að skoða og kannaðu mismunandi staði. Prófaðu að haka við eða taka hakið af hinum mismunandi þekjum á kortavefsjánum. Prófaðu einnig að fara með bendilinn yfir hin ýmsu merki er koma upp á kortunum og sjáðu hvort einhverjar upplýsingar felast þar á bak við. GPS Grunnurinn að hinum ólíku kortavefsjám og staðsetningu fyrirbæra á landi í lengd og breidd er GPS-tæknin (e. Global Positioning System). GPS-kerfið er í eigu bandaríska hersins en öllum er þó frjálst að nota það. Kerfið samanstendur af 24 gervitunglum sem eru á sveimi yfir jörðu í um 20.000 km hæð og senda í sífellu boð til móttakara á jörðu niðri. Móttakararnir sem taka við merkjum frá gervitunglunum reikna síðan út nákvæma staðsetningu á jörðinni út frá fjarlægð þeirra gervitungla sem móttakarinn nemur. Hvert gervitungl ferðast tvisvar á sólarhring í kringum jörðina. Notkun korta í daglegu lífi Auðvelt aðgengi að kortum í dag hefur leitt til þess að þau eru miklu meira notuð en nokkurn tíma áður. Það að geta skoðað nákvæmt kort á netinu eða í snjallsímanum og valið þær upplýsingar sem birtast með, gefur notandanum mikla möguleika. Auk þess að hafa kortin tengd GPS- kerfinu eru notkunarmöguleikar nánast endalausir. Hægt er að fara um allt án þess að villast, hvort sem er gangandi á fjöll eða akandi um heiminn. GPS-tæknin er staðalbúnaður í nýjum bílum og því engin afsökun lengur að villast. Í snjallsíma er hægt að fá góð kort tengd GPS- kerfinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=