Um víða veröld - Jörðin

54 Stafræn kort Á síðustu árum hefur framboð á stafrænum landakortum til almennra nota aukist mikið. Stafræn kort eru þau kort sem er að finna á vefnum. En til að geta haft not af stafrænu korti er nauðsynlegt að hafa þá grunnþjálfun í kortalestri sem farið hefur verið í fyrr í kaflanum. Að þekkja áttirnar, kunna að lesa skýringar á kortum og átta sig á mælikvörðum korta er nauðsynlegt svo kortið sem verið er að skoða nýtist eins og til er ætlast. Stöðugt er unnið að því að bæta við upplýsingum og gera stafræn kort á netinu notendavænni. Dæmi um upplýsingar á stafrænum kortum eru t.d. hæðarlínur, vatnafar, vegakerfi, stjórnsýslumörk, mannvirki og örnefni. Google Earth Kortaforritið Google Earth, sem hlaða má ókeypis af vefnum er mjög vin­ sælt landupplýsingakerfi . Næstum allir snjallsímar bjóða upp á Google Earth, Google Maps eða önnur kortaforrit sem geta nýst vel á ferðalögum. Google Earth hefur marga kosti umfram hefðbundin landakort. Þar er hægt að skoða heiminn í réttum hlutföllum, þar sem engin skekkja verður Gervitungl á sporbaug um jörðu. LANDUPPLÝSINGAKERFI Landupplýsingakerfi eru tölvukerfi sem halda utan um ólíkar upplýs­ ingar af landi eins og gervitungla­ myndir, loftmyndir og örnefni sem allar eru tengdar saman með hnitum (lengd og breidd). GPS-tæknin samanstendur af 24 gervitunglum á sveimi í 20.000 km hæð yfir jörðu. Gervitunglin senda í sífellu boð til móttakara á jörðu. Móttakarinn, sem getur verið skip, flugvél, bíll eða ferðamaður með GPS-tæki, þarf að ná sambandi við a.m.k. þrjú gervitungl til að fá nákvæma staðsetningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=