Um víða veröld - Jörðin

50 Kort Landakort eru ein mikilvægustu hjálpartæki landafræðinnar sem veita gagnlegar upplýsingar um allt milli himins og jarðar svo auðvelt getur verið að átta sig á flóknustu hlutum. Því er mikilvægt að hafa aðgang að kortum af ýmsu tagi, kortum til ferðalaga, siglinga, skipulagningar og kort til að kynnast fjarlægari viðfangsefnum eins og stjörnum á himninum. Nútíma kortagerð styðst mjög mikið við loftmyndir. Í raun má segja að loftmyndir séu ein meginundirstaða kortagerðar í dag. Kort geta verið eins ólík og þau eru mörg en algengt hefur verið að flokka þau í tvennt, staðfræðikort og þemakort . Staðfræðikort Staðfræðikort eru þessi dæmigerðu landslagskort sem við þekkjum enda eru þau langalgengustu ferðakortin. Á þeim sést hæð landsins, gróðurfar, byggð, vegir og örnefni svo eitthvað sé nefnt. Á staðfræðikortum er reynt að lýsa hverjum stað sem best. Alþjóðlegt heiti þeirra er tópógrafísk kort, en tópógrafía er grískt orð og þýðir staðarlýsing. Þemakort Þemakort eru kort sem fjalla um afmarkað viðfangsefni. Dæmi um þema­ kort eru jarðfræðikort af landinu, gróður- og jarðvegskort, siglingakort, kort af hafsbotni og hafstraumum og kort sem sýnir dreifingu raforku­ kerfisins í landinu. Þemakort eru algeng í kortabókum og ýmsum ritum. Stjórnvöld og fyrirtæki hafa mikil not fyrir hvers konar þemakort við skipulagningu byggðar og aðrar framtíðarákvarðanir. Kort sem notuð eru í ferðalög eru dæmigerð staðfræðikort. Kort sem sýnir útbreiðslu sveitarfélaga er dæmigert þemakort.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=