Um víða veröld - Jörðin
49 Landakort Tímabelti Þegar samskipti ríkja heims jukust á 19. öld var ljóst að samræma þyrfti tíma. Því var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem miðaður væri við núlllengdarbauginn í London. Alþjóðlegur staðaltími er sá sami og Greenwich-tími , skammstafaður GMT. Jörðinni var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig spannar 15 lengdarbauga. Þar sem ummál jarðar er 360° og það tekur hana 24 klst. að snúast einn hring er hraði hennar 15° á klukkustund. Af því að jörðin snýst mót austri eru staðir sem eru vestar en við á eftir okkur í tíma. Þegar komið er kvöld á Íslandi er dagur á austurströnd Bandaríkjanna. Í Gambíu og Senegal í vesturhluta Afríku er klukkan hins vegar það sama og á Íslandi enda eru löndin á svipuðum lengdargráðum og í sama tímabelti. Sólin er hæst á lofti kl. 12 á hádegi í hverju tímabelti en innan hvers tímabeltis er klukkan alls staðar það sama. Einni klukkustund síðar, kl. 13 er sólin svo hæst á lofti 15° vestar, þ.e. í næsta tímabelti. Vegna þessa þarf að seinka klukkunni um eina klukkustund við hverjar 15° sem ferðast er í vestur. Sömuleiðis þarf að flýta klukkunni um eina klukkustund við hverjar 15° sem ferðast er í austur. Tímabeltin fylgja lengdarbaugunum ekki nákvæmlega heldur fara þau víða eftir landamærum. Stjórnvöld í hverju landi ákveða þetta og er það gert svo sami tími gildi í öllu landinu. Þannig hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að Ísland fylgi alþjóðlegum staðaltíma allt árið um kring. Miðað við hnattstöðu ætti klukkan þó að vera einni klukkustund á eftir klukkunni í Englandi. Ástæðan fyrir því að tíma beltin eru ekki alls staðar bein er sú að þau fylgja oftast landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=