Um víða veröld - Jörðin

48 Bauganetið Bauganet jarðar er ímyndað hnitakerfi sem lagt er yfir jörðina og er notað til að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar (hnattstöðu). Breiddarbaugar sem liggja í austur-vesturátt ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs en lengdarbaugar , einnig kallaðir hádegisbaugar , sem liggja í norður- suðurátt ákvarða staðsetningu til vesturs eða austurs. Breiddarbaugarnir liggja hringinn í kringum jörðina og eru samsíða. Lengsti breiddarbaugurinn er miðbaugur (0-breiddarbaugur). Hann er um 40.000 km langur og skiptir jörðinni í norður- og suðurhvel. Talað er um norðlæga og suðlæga breidd eftir því hvorum megin við miðbaug staðurinn er. Breiddarbaugarnir eru 90 talsins, talið frá miðbaug til norðurs og suðurs, og eru númeraðir í áttina frá honum. Ummál þeirra minnkar sem nær dregur pólunum. Á norður- og suðurpólnum er breiddarbaugurinn bara punktur. Norðurpóllinn er á 90° norðlægrar breiddar (90° N) og suðurpóllinn á 90° suðlægrar breiddar (90° S). Lengdarbaugarnir sem eru alls 360 liggja á milli pólanna. Þeir eru ekki samsíða heldur fylgja sama mynstri og geirar appelsínu. Árið 1884 var ákveðið að núlllengdarbaugurinn skyldi liggja í gegnum Greenwich- stjörnuathugunarstöðina í austurhluta London. Frá honum eru svo 180 lengdarbaugar í hvora átt, vestur og austur. Vestan við núlllengdarbauginn er talað um vestlæga lengd og austlæga lengd austan hans. Þar sem austlæg og vestlæg lengd mætast í 180. lengdarbaug í Kyrrahafi er ímynduð hlykkjótt lína sem kallast daglína . Þegar farið er yfir hana skiptir um dag. Ef það er 1. janúar vestan megin daglínunnar er 31. desember austan megin hennar. Breiddarbaugar Lengdarbaugar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=