Um víða veröld - Jörðin
47 Landakort Kortvörpun Winkels sýnir hvorki rétta stærð landa né rétt horn. Það er eins konar mála miðlun. Kortvarpanir Kortvörpunum er venjulega skipt í þrjá flokka, flatarvörpun, keiluvörpun og hólkvörpun , allt eftir því hvaða hluta yfirborðs jarðar á að sýna sem réttast. Því ekki er hægt að hafa allt rétt á einu og sama kortinu, þ.e. fjarlægðir, flatarmál og horn. Þeir staðir sem eru réttastir á kortablaðinu fara eftir því hvernig blaðið snertir hnöttinn. Í flatarvörpun snertir kortablaðið aðeins einn punkt á hnettinum og því er í mesta lagi hægt að sýna hálfan hnöttinn í einu. Flatarvörpun hentar vel til að sýna pólana og er þess vegna einnig kölluð pólvörpun. Í keilu- og hólkvörpun snertir kortablaðið hins vegar línu á hnettinum. Hægt er að hugsa sér að blað sé vafið utan um hnöttinn, annaðhvort eins og keila eða hólkur. Upplýsingum af hnettinum er síðan varpað á blaðið sem síðan er slétt úr. Þannig hljóta upplýsingarnar að vera réttastar við línuna sem snertir hnöttinn. Keiluvörpun hentar vel fyrir landsvæði sem hafa austur/vestur útbreiðslu, eins og t.d. Rússland, og lönd í tempraða beltinu. En hólkvörpun hentar hins vegar vel fyrir kort þar sem rétt stefna skiptir máli eins og sjókort og fyrir lönd nálægt miðbaug. Kortvörpun Peters sýnir rétta stærð landa en lögun þeirra er ekki rétt. KortvörpunMercators er hornrétt og því hægt að taka réttar stefnur. Það sýnir hins vegar ekki rétt flatarmál. Ólíkar varpanir eru notaðar eftir því hvaða svæði á að sýna sem réttast. Kortið er réttast þar sem kortablaðið snertir hnöttinn. Flatarvörpun Keiluvörpun Hólkvörpun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=