Um víða veröld - Jörðin
Vissir þú þetta? • Það er hægt að halda upp á afmælið sitt tvo daga í röð með því að ferðast yfir daglínuna? • Kort er eitt mikilvægasta tæki landafræðinnar. • Þýski kortagerðamaðurinn Martin Waldseemuller var fyrstur til að setja Norður- og Suður-Ameríku á kort árið 1507. • Nákvæm staðsetning fyrir lengd og breidd á korti er gefin upp með gráðum, mínútum og hlutum úr mínútu. • Miðbaugur er ímyndaður hringur um yfirborð jarðar sem skiptir henni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. • Kort á kúlulaga yfirborði kallast hnöttur. • Yfirborð jarðar hefur ekki enn verið kannað að fullu. • Gervitungl eru mjög gagnleg við ítarlega kortagerð af yfirborði jarðar. • Vegna snúnings jarðar um möndul sinn er ummál hennar meira um miðbaug (40.076 km) en eftir lengdarbaugum yfir heimskautin (40.009 km). • Tímamismunur á GMT og Nepal eru 5:45 klst. Í þessum kafla lærir þú um: • kortavarpanir • bauganetið og tímabeltin • ólík kort og kortalestur • nýjungar í kortalestri • kortaskýringar • stafræn kort
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=