Um víða veröld - Jörðin
42 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Gerðu hugtakakort fyrir útræn öfl. 2. Teiknaðu kort af jörðinni eins og þú heldur að hún muni líta út eftir 200 milljón ár. 3. Skoðaðu heimskort (hnattlíkan) og finndu stærstu fjallgarða heims. Hvað heita þeir og hvar eru þeir? 4. Útskýrðu muninn á U- og V-laga dölum. 5. Kynntu þér hvernig ísaldarjökullinn hefur stækkað og hopað síðustu árþúsundin með því að skoða kort í Kortabók handa grunnskólum . a. Hversu mikið hefur land risið á síðustu 100 árum við Helsingjabotn? b. Yfir hversu stóran hluta Norðurlanda lá ísaldarjökullinn þegar útbreiðsla hans var mest? Finndu svarið 6. Hvaða útræna afl mótar yfirborð jarðar mest? 7. Veldu tvennt af eftirfarandi og útskýrðu. Hvað er: a. veðrun? b. frostveðrun? c. sólsprenging? d. efnaveðrun? 8. Hvað er rof og hverjir eru helstu rofþættirnir? 9. Veldu eitt af eftirfarandi, útskýrðu og teiknaðu mynd (eða finndu ljósmynd): a. óshólmar b. setgildrur c. setlög d. vindborið set Umræður 10. Hvaða vanda getur akuryrkja og skepnubeit valdið á landi? 11. Hvað ber að varast við ræktun og nýtingu lands? 12. Gróður og jarðvegseyðing er að stórum hluta af mannavöldum. Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir rof af mannavöldum? 13. Ef aðeins væru útræn öfl á jörðinni en engin innræn, hvernig væri þá yfirborð jarðar? 14. Á Íslandi eru nokkur náttúrufyrirbæri sögð vera óteljandi. Má þar nefna: a. Vatnsdalshóla. b. Breiðafjarðareyjar. c. Vötnin á Arnarvatnsheiði. Getið þið fundið reglu til að hægt sé að telja þessi náttúrfyrirbæri? Viðfangsefni 15. Hvers vegna veðrast yfirborð bergs? Finnið dæmi um veðrun. 16. Lýsið ferli fljóts frá upptökum til ósa. 17. Spurningakeppni. Kennari skiptir kaflanum á milli nokkurra hópa og hver hópur býr til spurningar úr kaflanum og svör við þeim. Spurningunum er svo safnað saman og nemendahópnum skipt í tvennt og haldin spurningakeppni. 18. Byggingar og listaverk um allan heim eyðast af völdum efnamengunar. Hvað er til ráða? 19. Gerið lista yfir allt sem maðurinn gerir sem mótar landið og flokkið í jákvæðar og neikvæðar breytingar. 20. Kynnið ykkur hvernig á að bregðast við lendir þú í snjóflóði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=