Um víða veröld - Jörðin

41 Uppbygging jarðar Snjóflóð Snjóflóð verða þegar snjór æðir niður brekkur eða fjallshlíðar. Ástæður þess að snjóflóð falla geta verið margar. Oftast eru það þó veðrabreytingar og hvassviðri. Einnig geta jarðskjálftar, skyndilegur hávaði eða maðurinn sjálfur komið þeim af stað. Á Íslandi eru snjóflóð tíð á veturna. Við verð­ um sjaldnast vör við þau en þar sem þau verða í eða við byggð geta þau haft miklar og skelfilegar afleiðingar. Á Íslandi eru snjóflóð algengasta dánarorsök af völdum náttúruhamfara. Maðurinn mótar landið Maðurinn, með sínum athöfnum, á líka sinn þátt í að móta landið. Allt frá því að maðurinn hóf að stunda akuryrkju fyrir um 10.000 árum hefur hann víða haft mikil áhrif. Akuryrkja og skepnubeit hefur valdið miklum vanda á þéttbýlum svæðum um allan heim. Tækniframfarir hafa víða aukið enn frekar á vandann þar sem þær hafa gert manninum kleift að fara út yfir þau mörk sem náttúran þolir. Gróður- og jarðvegseyðing eru í mörgum tilfellum rof af mannavöldum. Á Íslandi þekkja menn vel til uppblásturs jarðvegs af völdum vindrofs. Uppblásturinn er að miklu leyti tilkominn vegna þess að skógur hefur horfið af stórum hluta landsins í aldanna rás. Svo hægt sé að rækta í miklumbratta bregða menn á það ráð að rækta á manngerðum stöllum. Hrísgrjónastallar í Kína. Snjóflóð sem falla eira engu sem á vegi þeirra verða. Hér má sjá afleiðingar hins mannskæða snjóflóðs sem féll á Flateyri snemma að morgni dags þann 26. október 1995.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=