Um víða veröld - Jörðin

40 Skriðuhlaup Fast berg myndar há fjöll í kringum okkur. Það kann að virðast mjög sterkt efni sem ekkert vinnur á. En styrkur allra bergtegunda er takmarkaður svo það kemur að því að kraftarnir sem fylgja, þyngdaraflið, veðrun og rof ná yfirhöndinni. Ef fljót grefur undan bröttum hamravegg sem staðið hefur í þúsundir ára kemur að því að hann hrynur með tilheyrandi látum. Það sem veldur því að laus jarðefni í fjallshlíð fara af stað eru t.d. miklar rigningar, gróðureyðing eða jarðskjálftar. Skriður sem eru vel þekktar á Íslandi eru t.d. berghlaup, grjótskriður, aurskriður og snjóflóð. Skriðuhlaup geta haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og valdið miklum skemmdum og manntjóni. Berghlaup Berghlaup verða þegar hluti bergs í fjalli losnar og hleypur fram. Berghlaup geta ýmist gerst á ógnarhraða með miklum látum eða hægt og rólega á lengri tíma. Þar sem berghlaup verða með miklum hraða brotnar bergið meira og minna í hamförunum og myndar grjótskriðu. Berghlaup má sjá víða um land. Eitt stærsta og þekktasta berghlaupið á Íslandi eru Vatns­ dalshólar. Þá hljóp skriða úr Vatnsdalsfjalli niður á láglendið og skildi eftir mikla hólaþyrpingu. Vatnsdalshólar eru sagðir óteljandi. Aurskriða á Sauðárkróki í apríl 2007. Hér má sjá myndarlega grjótskriðu eftir berghlaup í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=