Um víða veröld - Jörðin

39 Uppbygging jarðar mylsnan sem frýs við botn og jaðar jökulsins virkar líkt og graftól á allt sem á vegi jökulsins verður. Á ferð sinni rjúfa jöklar landið því stöðugt. Jökull fullur af grjóti er eitt stórvirkasta rofafl náttúrunnar. Áhrifin á landið koma þó ekki í ljós fyrr en jökullinn bráðnar. Dæmi um afleiðingar jökulrofs eru U-laga dalir, jökulrákir og grettistök. Grettistök eru stórir steinar sem hafa verið fluttir um langan veg og sitja eftir á klöppum. Á Íslandi má víða sjá dæmi um jökulrof. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum eru víða djúpir þröngir firðir, U-laga dalir og jökulsorfnar klappir. Í gosbeltinu ummiðbik landsins hafa innræn öfl hins vegar máð út ummerki jökulsins með upphleðslu gosefna. Ísöld Þegar síðasta jökulskeið ísaldar náði hámarki fyrir um 18.000 árum síðan þakti jökull um þriðjung af þurrlendi jarðar. Þá hefur rofmáttur jökulsins verið gríðarmikill. Þegar ísaldarjökullinn hörfaði af Norðurlöndum fyrir um 10.000 árum síðan hafði hann gjörbreytt landslaginu. Jökullinn hafði sorfið niður fjallstinda, víkkað dali og flutt mikið af grjóti, möl og jarðvegi á nýja staði, fjarri sínum upprunastöðum. Setmyndun Set kallast það efni sem roföflin hafa flutt með sér en skilja síðan eftir í eins konar setgildrum þegar áhrifa þeirra gætir ekki lengur. Dæmi um setgildrur eru t.d. óshólmar og dældir á landi og á sjávarbotni þar sem set safnast fyrir. Þar myndast setlög . Þá sest setið í lög ofan á það sem fyrir var. Set er flokkað eftir flutningsmáta. Vatnsborið set myndar óshólma. Sjávar­ borið set flytja hafstraumar á hafsbotninn. Vindborið set á sér aðallega stað í eyðimörkum og myndar sandskafla. Sterkur vindur getur borið set langar leiðir. Setkorn frá Sahara hafa borist yfir Atlantshafið til eyja í Karíbahafi. Jökulborið set myndar jökulruðning. Þar sem jökullinn ruddi öllu efni á undan sér er kornastærð í jökulruðningi breytileg, allt frá fínustu kornum upp í stóra steina. Landslag mótað af jöklum, U-laga dalir. Landslag mótað af ám, V-laga dalir. Útbreiðsla ísaldarjökulsins þegar ísöldin náði hámarki fyrir um 18.000 árum síðan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=