Um víða veröld - Jörðin
38 Vindrof Vindrof verður þegar vindur flytur til veðrað efni. Vindrof hefur langmest áhrif þar sem land er lítið eða ekkert gróið og skortir raka til að binda jarðveginn. Þá getur vindurinn lyft lausum og léttum jarðvegskornum og borið þau burtu. Það er því fyrst og fremst í eyðimörkum og við sandstrendur sem vindrofs gætir að einhverju marki. Veðraða efnið sem vindurinn ber með sér, í þessu tilfelli fínkornóttasti jarðvegurinn, er í langflestum tilfellum ekki meira en einn til tveir mm í þvermál. Stærri korn megnar vindurinn ekki að bera. Efnið sem vindurinn ber með sér er sjálft öflugur rofvaldur sem getur sorfið berg í ótal myndir. Með þessum efnisflutningi hefur vindurinn opnað bergið fyrir frekari veðrun og rofi með þeim afleiðingum að yfirborð landsins mótast á sama tíma bæði af veðrun og rofi. Áhrif vindrofs geta einnig verið mikil á stórum landbúnaðarsvæðum þar sem land er mikið ræktað. Vindar geta borið mikið magn af mold burtu af ökrunum. Jökulrof Í dag er um tíundi hluti þurrlendis jarðar þakinn jöklum. Jökull er ekki kyrr heldur skríður hann hægt niður á við undan eigin þunga. Á skriði sínu tekur hann með sér alla bergmylsnu sem á vegi hans verður. Berg Vindsorfið og lagskipt móberg í Surtsey. Gjóskulögin sem mynda bergið eru misgróf og rofna því mismikið. Grettistök á jökulsorfinni klöpp við Langjökul. Eftir að jökullinn hörfaði hefur veðrun og rof skapað þær aðstæður að geldingahnappur festi rætur og dafnar. Kolbeinsdalur í Skagafirði er dæmi um U-laga dal á Íslandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=