Um víða veröld - Jörðin
37 Uppbygging jarðar Efnaveðrun Þegar aflveðrun hefur opnað berg á önnur veðrun auðveldara með að vinna á því. Því fleiri fletir semmyndast á berginu þeimmun auðveldari og áhrifameiri verður efnaveðrunin. En hvað er efnaveðrun? Efnaveðrun verður þegar berg grotnar niður fyrir áhrif efna sem finna má í náttúrunni. Dæmi um þessi efni eru t.d. ammoníak, klórsambönd og ýmis konar sýrur eins og kolsýra sem finna má í örlitlu magni í regnvatni og grunnvatni. Aukin loftmengun vegna aukinnar losunar koltvísýrings, nituroxíða og brennisteinsoxíða út í andrúmsloftið, þegar olía, jarðgas og kol eru brennd veldur súru regni. Þá bindast þessar lofttegundir vatni í andrúmsloftinu. Efnaveðrun á sér stað í öllu bergi en gengur þó mun hraðar í hlýju og röku loftslagi en köldu og þurru. Lífræn veðrun Lífverur eiga mikinn þátt í veðrun bergs. Plöntur og dýr bora sig inn í berg eða skríða inn um sprungur á bergi og losa um það. Skófir sem sennilega voru fyrstu lífverurnar á þurru landi gefa frá sér sýru sem leysir upp bergið svo það molnar og jarðvegur myndast. Stórar plöntur, eins og tré, gefa einnig frá sér sýrur sem leysa upp berg svo það molnar og myndar jarðveg. Jurtaætur eins og ánamaðkar eru mjög mikilvæg vinnudýr. Þeir flýta mjög fyrir niðurbroti lífrænna leifa í jarðvegi og losa þannig um hann. Vatnsrof Rennandi vatn er það útræna afl sem mótar yfirborð jarðar hvað mest vegna hinnar eilífu hringrásar vatnsins. Úrkoma sem fellur hátt uppi í fjöllum byrjar fljótlega að renna undan hallanum. Sprænur verða að lækjum og síðan enn stærri lækjum og ám, sem að lokum sameinast í stór fljót sem renna til sjávar. Rennandi vatn ber með sér veðrað efni, þó mismikið, og grefur sig niður í bergið. Ef straumhraði vatnsins er mikill ber það mikið af lausu efni með sér en ef hraðinn er lítill sekkur léttasti hluti efnanna til botns og myndar set. Veðraða efnið eða lausa efnið getur verið leir, sandur, möl og grjót. Þegar fljótið nær til hafs hverfur straumþunginn. Þá sest allt efnið sem fljótið bar með sér á botninn og myndar óshólma. Efnið sem sest á botninn hleðst upp. Við það brýtur fljótið sér nýjan farveg í gegnum aurinn og rennur oft í mörgum kvíslum til hafs. Sjórinn er einnig öflugur rofvaldur þar sem öldurnar lemja sífellt á ströndinni og móta hana. Byggingar og listaverk umallan heimeyðast af völdum súrs regns sem hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar. Skófir gefa frá sér sýru sem leysir upp steindir í berginu svo lífrænn jarðvegur myndast. Þegar straumþungi Markarfljóts hverfur þegar það nær til hafs sest framburðurinn á botninn og myndar óshólma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=