Um víða veröld - Jörðin
35 Uppbygging jarðar 19. Farið inn á heimasíðu Jarðeðlisfræðistofnunar Bandaríkjanna www.usgs.gov og finnið hvar jarðskjálftar (earthquakes) hafa verið í heiminum síðustu daga. Skrifið niður helstu upplýsingar um nokkra skjálfta; eðli þeirra, staðsetningu, styrk, tjón, mannskaða o.fl. 20. Alparnir eru dæmi um fjallakeðju. Hvað er fjallakeðja og hvernig myndast þær? Hvaða fjallakeðjur er að finna í heiminum fyrir utan Alpana? Ísland 21. Hvaða innrænu öfl geta valdið náttúruham förum á Íslandi? 22. Hvað er bergið á ystu annesjum, á Vestfjörðum annars vegar og Austfjörðum hins vegar, gamalt? 23. Finndu heiti á nokkrum eldstöðvakerfum á Íslandi. Kynntu þér hvenær gaus þar síðast og hvaða áhrif það gos hafði. 24. Skoðaðu vefsíður um íslensk eldfjöll. Veldu þér eitt eldfjall til að kynna fyrir bekknum í máli og myndum. 25. Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 leiddi af sér að flugumferð í Evrópu raskaðist verulega. Hvers vegna gerðist það? 26. Kynntu þér hella á Íslandi og þjóðsögur tengdar hellum. Veldu einn helli og segðu frá honum í bekknum. 27. Skoðaðu myndir eða kort af höfninni í Vestmannaeyjum fyrir og eftir gos. Hvaða breytingar hafa orðið á hafnarstæðinu og innsiglingunni? 28. Þú ert stödd/staddur í Vestmannaeyjum aðfaranótt 23. janúar 1973. Skrifaðu dag bókarfærslu þar sem þú lýsir aðstæðum og hvað fylgdi í kjölfarið. 29. Í móðuharðindunum dóu rúmlega 20% þjóðarinnar. Hvað væru það margir miðað við mannfjöldann á Íslandi í dag? (upplýsingar um mannfjölda má finna á www.hagstofa.is ) 30. Farðu inn á vef Veðurstofunnar og skoðaðu hvar jarðskjálftavirkni á Íslandi er mikil. http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/ jardskjalftar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=