Um víða veröld - Jörðin

34 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Gerðu hugtakakort fyrir innræn öfl. 2. Merktu inn á heimskort stærstu jarðskjálfta heims, notaðu töfluna í kaflanum. Hvað getur þú lesið út úr kortinu um jarðskálfta? Hvar verða þeir og hvers vegna? 3. Finndu frétt í dagblaði/tímariti um jarðskjálfta, merktu staðsetningu skjálftans á korti og skráðu niður hverjar voru afleiðingar hans. 4. Finndu heiti á minnst sjö minni jarðskorpu­ flekum sem ekki er minnst á í bókinni. 5. Skoðaðu kortið á bls 33. Hvaða fjallgarðar liggja á hvaða fellingu? a. Kaledóníufellingunni b. Varísku fellingunni c. Alpafellingunni Finndu svarið 6. Í hvaða lög er jörðinni skipt, frá yfirborði inn að miðju? Teiknaðu skýringarmynd og útskýrðu helstu einkenni hvers lags fyrir sig. 7. Hvað heita stóru jarðskorpuflekarnir sjö á yfirborði jarðar? 8. Við hvaða náttúruhamfarir geta flóðbylgjur myndast? 9. Veldu eitt af eftirfarandi hugtökum, útskýrðu og teiknaðu skýringarmynd: a. fellingafjöll b. flóðbylgja c. hafsbotnsfleki d. möttulstrókur Umræður 10. Hvaða áhrif hafa náttúruöflin á búsetu­ skilyrði? 11. Við búum á eldfjallaeyju. Hvaða hættur fylgja því? Útskýrið. 12. Samkvæmt landrekskenningunni er jarð­ skorpan á stöðugri hreyfingu. Hvaða sannanir höfum við fyrir því? 13. Nefnið þrjár bergtegundir og útskýrið hvernig þær myndast. Viðfangsefni 14. Gerið hugtakakort um bergtegundir og einkenni þeirra. 15. Finnið dæmi um jarðskorpufleka þar sem eru fráreks-, samreks- og hjáreksbelti. 16. Kynnið ykkur eitt erlent eldfjall, skoðið hvers konar eldfjall um er að ræða og hver er saga þess. Dæmi um eldfjöll gætu verið: a. Vesúvíus b. Krakatá c. St-Helena d. Pinatubo-fjall e. Fuji-fjall f. Etna 17. Hverjar eru helstu forvarnir og hvað ber að varast varðandi jarðskjálfta? Skoðaðu náttúruvá á vef Almannavarna ríkisins; www.almannavarnir.is 18. Kynnið ykkur einn af tíu stærstu jarðskjálftum heims og kynnið fyrir bekknum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=