Um víða veröld - Jörðin

32 Tsunami Tsunami eru orkumiklar flóðbylgjur sem ferðast með miklum hraða eftir yfirborði hafsins. Um er að ræða óvenjulegar sjávarbylgjur semmyndast vegna náttúrulegra atburða svo sem jarðskjálfta, eldgosa eða skriðufalla á hafsbotni eða við strönd. Stærstu jarðskjálftar á hafsbotni eru yfirleitt á samreksbeltum. Á slíkum flekamótum verður spennulosunin til þess að annar jarðskorpuflekinn lyftist snögglega. Þessi snögga tilfærsla af sjónum setur af stað flóðbylgju. Tsunami er alþjóðlegt orð yfir flóðbylgjur. Á opnu hafi er bylgjulengd slíkrar flóðbylgju mikil en bylgjuhæð lítil svo sjómenn verða hennar tæpast varir. Þegar hún kemur á grunnsævi vex bylgjuhæðin mikið og getur þá myndast gríðarleg flóðbylgja, allt að 30 m há. Þegar svo há og brött flóðbylgja skellur á landi getur hún valdið gríðarlegu tjóni. Sérstök viðvörunarkerfi eru starfrækt þar sem flóðbylgjur eru tíðar og valda miklu tjóni. Á Hawaii er eitt slíkt kerfi. Þangað berast upplýsingar án tafar um alla jarðskjálfta sem verða við Kyrrahaf eða á botni þess. Ef flóðbylgja hefur myndast er viðvörun send til allra ríkja við Kyrrahafið. Flóðbylgjur eru mjög sjaldgæfar við Ísland. Þær hafa þó valdið skaða þegar snjóflóð hafa fallið í sjó fram í þröngum fjörðum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Eyðileggingin eftir flóðbylgjuna var gríðarleg. Skip bárust með henni langt upp á land. Við spennulosun lyftist hluti af hafsbotninum semsendir flóðbylgju af stað í allar áttir. Þegar flóðbylgjan kemur á grunnsævi rís hún upp í risaöldu sem færir strandhéruð í kaf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=