Um víða veröld - Jörðin

31 Uppbygging jarðar Jarðskjálftar á Íslandi Á Íslandi verða langflestir jarðskjálftar á gliðnunarsvæðum gosbeltanna, á mótumNorður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Skjálftarnir eru þó yfirleitt frekar smáir og verða sjaldan meiri en 6 stig. Stærstu skjálftarnir verða á Suðurlandsundirlendinu og úti fyrir Norðurlandi. Snarpar jarð­ skjálftahrinur ganga reglulega yfir þessi landsvæði. Stærsti skjálfti sem mælst hefur á Íslandi varð að morgni 22. janúar árið 1910 út af Öxarfirði. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,1 fannst í öllum landshlutum. Síriti skráir titringinn sem verður vegna jarðskjálfta með nál sem sveiflast í takt við stærð skjálftans. Rauðu punktarnir tákna jarðskjálfta og gulu svæðin eru gosbeltin. Vestra gosbeltið liggur frá Reykjanesskaga til Langjökuls en eystra gosbeltið liggur frá Vestmannaeyjum norður í Öxarfjörð. Innan þeirra er fjöldi eldstöðvakerfa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=