Um víða veröld - Jörðin
30 Jarðskjálftar Vegna jarðskorpuhreyfinga verða jarðskjálftar um alla jörðina á hverjum degi þó að við tökum ekkert eftir þeim. Næstum allir þessir skjálftar verða á flekamótum. Við jarðskjálfta losnar á einu augnabliki spenna sem kann að hafa safnast upp í hundruð ára í jarðskorpunni. Langflestir skjálftar eru litlir og valda litlu sem engu tjóni. Stórum skjálftum fylgja margir smærri skjálftar, svokallaðir eftirskjálftar. Því meiri sem titringurinn verður af völdum jarðskjálfta því meira er tjónið. Áhrif jarðskjálfta geta verið allt frá því að sjást einungis á jarðskjálftamælum og að ljósakrónur dingli upp í að jörðin rifni og mannvirki skemmist. Flóðbylgjur geta farið af stað í sjó og skriðuföll orðið á landi. Þar sem jarðskorpuflekarnir tengjast um alla jörðina getur jarðskjálfti á einum stað komið af stað keðjuverkun víða í heiminum. Um 85% skjálfta í heiminum verða á flekamótum Kyrrahafsflekans. Tíu stærstu jarðskjálftar frá aldamótunum 1900. Staðsetning Dagsetning Stærð Chile 22. maí 1960 9,5 Alaska (Prins Williams-sund) 28. mars 1964 9,2 Indónesía (undan strönd Súmötru) 26. desember 2004 9,1 Japan (undan strönd Honshu) 11. mars 2011 9,0 Kamtsjatkaskagi 4. nóvember 1952 9,0 Chile (undan ströndinni) 27. febrúar 2010 8,8 Ekvador (undan ströndinni) 31. janúar 1906 8,8 Alaska (Aljútaeyjar) 4. febrúar 1965 8,7 Indónesía (Norður-Súmatra) 28. mars 2005 8,6 Landamæri Indlands og Kína (Assam) 15. ágúst 1950 8,6 Stærsti skjálfti á Íslandi, út af Öxarfirði 22. janúar 1910 7,1 Við jarðskjálfta berast jarðskjálftabylgjur út frá skjálftaupptökum. Við skjálftamiðjuna á yfirborði jarðar er skaðinn mestur. Ummerki eftir jarðskjálfta á Suðurlandi þann 17. júní 2000.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=