Um víða veröld - Jörðin
28 Eldgos á Íslandi Ísland hefur myndast við eldvirkni á síðustu 23 milljónum ára og er meðal eldvirkustu svæða jarðar. Ástæðan er iðustreymi möttulstróksins undir landinu sem veldur gliðnun Atlantshafshryggjarins. Bergkvikan sem kemur upp við gliðnunina eina og sér myndi ekki duga til að hlaða upp stóra eyju. Möttulstrókurinn gefur aukauppsprettu, kviku með svoköll uðum heitum reit á yfirborði jarðar, þ.e. óvenjumiklum jarðvarma og eldvirkni. Miðja heita reitsins er undir norðvesturhluta Vatnajökuls. Áhrif möttulstróksins ná þó lengra til norðurs og suðurs eftir flekamótunum. Elsta berg landsins er að finna á Vestfjörðum og Austfjörðum en yngsta bergið er á eldvirka svæðinu ummiðbik landsins. Eldvirka svæðið skiptist í nokkur gosbelti, stærst eru vestra- og eystra-gosbeltið. Innan gosbeltanna er að finna um 30 eldstöðvakerfi. Eldgos og afleiðingar þeirra hafa sett mark sitt á þjóðina í gegnum aldirnar. Í Lakagígum sem er mikil sprunga sem liggur á einu virkasta eldstöðv arkerfi á Íslandi, Grímsvötnum, varð stórgos árið 1783, Skaftáreldar. Þá komu upp 14,7 km³ af hraunkviku, sem er mesta magn sem komið hefur upp í eldgosi sem samtímaheimildir geta um, og um 0,4 km³ af gjósku. Þessu fylgdu einar mestu náttúruham farir sem dunið hafa yfir Ísland. Aðrar eldstöðvar og eldgos sem hafa haft mikil áhrif á þjóðina eru m.a. Hekla, Katla, Askja og Heimaeyjargosið. Móbergsstapar myndast við gos undir jökli. Hér má sjá Herðubreið, drottningu öræfanna. Undir Íslandi er heitur reitur. Þar er eldvirkni meiri en annars staðar á Mið-Atlantshafshryggnum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=