Um víða veröld - Jörðin

27 Uppbygging jarðar ina myndast hraun sem skiptast í helluhraun og apalhraun eftir áferð. Helluhraun eru slétt eða reipótt á yfirborði. Í þeim er oft mikið um hella. Við eldgos á hafsbotni eða í vatni verður til bólstraberg . Gjóska verður til þegar gosgufur streyma úr eldstöð. Þá rífa gosgufurnar slettur eða agnir úr hraunkvikunni og þeyta upp í loftið. Í fluginu storkna kvikusletturnar og verða að gjósku (lausum gosefnum) er þær koma niður. Gjóska er flokkuð eftir stærð. Kleprar og gjall eru stærst og falla næst eldstöðinni. Vikur eru molar sem berast hátt í loft upp og geta borist langar leiðir frá eldstöðinni. Fínasta gjóskan er aska og getur hún borist þúsundir kílómetra frá eldstöðinni. Ekki er óalgengt að aska úr eldgosum á Íslandi berist til Evrópu. Eldgos geta haft mikil áhrif á jarðveg og gróður og hafa lagt heil byggðarlög í auðn. Kvika og aska sem kemur úr eldstöð leggst yfir jarðveg og gróður og eyðir honum. Þegar vindur leggur öskunni lið og feykir henni af stað verður jarðvegs- og gróðureyðingin enn meiri. Helluhraun eru þunnfljótandi og renna hratt. Þau eru yfirleitt þunn og staflast hvert ofan á annað. Á yfirborði hraunsins myndast gárur, svokölluð reipi þegar þunn skán storknar á yfirborðinu meðan hraunið er enn á hreyfingu. Hér má sjá helluhraun í Mývatnssveit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=