Um víða veröld - Jörðin
25 Uppbygging jarðar Myndbreytt berg Ef storkuberg eða setberg verður fyrir áhrifum af miklum hita eða þrýstingi breytist gerð þess og það verður að myndbreyttu bergi. Steintegundirnar sem upprunalega bergið var búið til úr hafa breyst í aðrar. Þannig getur bergtegundin kalksteinn ummyndast í marmara og granít í gneis. Granít og gneis eru algengustu bergtegundirnar í Svíþjóð. Á Íslandi ummyndast berg aðallega vegna jarðhita. Eldgos Í möttlinum, næst jarðskorpunni er seigfljótandi efni sem kallast kvika . Þegar breytingar verða á jarðskorpunni eins og t.d. við jarðskjálfta getur kvikan brotist upp á yfirborð jarðar, þá verða eldgos. Eldgos verða ekki síður á hafsbotni en þurru landi. Eldgos eða kvikuuppstreymi tengjast gliðnun jarðskorpunnar eða möttulstrókum. Eldstöðvar Til eru mismunandi tegundir eldstöðva sem eru flokkaðar eftir gerð gosefna sem upp úr þeim koma, fjölda gosa og lögun gosopsins. Gosop geta ýmist verið ílöng (sprungur) eða hringlaga. Eldkeilur myndast við síendurtekin gos upp um sömu gosrás þar sem seigfljótandi hraunkvika og gosefni hlaðast upp og mynda strýtulaga fjall. Í eldkeilum verða stundum sprungugos, þegar kvika kemur upp á langri sprungu. Dyngjur myndast í einu langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi þar sem hraunkvikan er þunnfljótandi. Þá breiðist hraunið yfir stór svæði. Eldgos úr dyngjum eru yfirleitt róleg. Þessa tegund eldstöðva er aðallega að finna á Íslandi og Hawaii. Skerjagarðarnir í Svíþjóð eru úr myndbreyttu bergi. KVIKA Kvika eða bergkvika er bráðið berg sem myndast í iðrum jarðar og kem ur upp á yfirborðið í eldgosum. Hér má sjá snið af eldkeilu og allt sem gerist í eldgosi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=