Um víða veröld - Jörðin

24 Storkuberg Storkuberg verður til þegar bergkvika storknar. Storkuberg skiptist í gos­ berg, innskotsberg eða djúpberg, allt eftir því hvar það storknar. Gosberg nefnist sú bergtegund sem brýst upp á yfirborð jarðar og storknar þar. Basalt er algengasta gosberg jarðar. Ísland er að mestu úr basalti. Innskots- berg eða gangberg storknar í sprungum ofarlega í jarðskorpunni. Djúpberg storknar dýpra. Þeimmun dýpra sem berg storknar í jarðskorpunni þeim mun hægar storknar það og verður grófkornóttara. Setberg Þegar berg hefur veðrast og molnað í sundur taka roföflin við og bera þau til lægri staða þar til þau enda í hafinu. Þar sest bergmylsnan fyrir sem leir, sandur og möl. Með tímanum þjappast bergmylsnan saman og myndar fast berg sem nefnist setberg. Lagskipting er oft mjög greinileg í setbergi þar sem elstu lögin eru neðst. Jarðskorpuhreyfingar hafa síðan fært lárétt setbergið úr sjó aftur upp á land þar sem við getum séð það ýmist lárétt, lóðrétt eða hallandi. Leirinn verður að leirsteini og sandurinn að sandsteini. Fleiri tegundir eru til af setbergi eins og kalksteinn sem varð m.a. til úr skeljum dýra sem lifðu í sjó. ROFÖFL Roföfl kallast þau náttúruöfl, eins og vatn og vindur sem geta flutt með sér efni. Hér má sjá basalt á Þingvöllum en basalt myndar um 90% af öllu bergi á Íslandi. Þegar basalt er fínkristallað er það nokkuð dökkt og kallast blágrýti . En þegar kristallarnir eru stærri verður litur bergsins grárri og kallast það þá grágrýti . Greinilega lagskipt setberg í Arizona í Banda­ ríkjunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=