Um víða veröld - Jörðin
23 Uppbygging jarðar Á þessum stöðum myndast djúphafsrennur á hafsbotni en á landi rís brún meginlandsflekans og eldvirkur fjallgarður verður til. Þegar tveir meginlandsflekar mætast veldur áreksturinn því að fellingafjöll verða til eins og Himalajafjöll. Á hjáreksbeltum er rekstefna flekanna samsíða, ýmist í gagnstæðar áttir eða í sömu átt og þá er hvor á sínum rekhraða. Flekarnir stækka hvorki né minnka í þessu ferli. Bergtegundir Steindir eða steintegundir eru hinar náttúrulegu byggingareiningar allra bergtegunda á jörðinni. Bergtegundir eru flokkaðar eftir því hvaða stein tegundir þær hafa að geyma. Jarðskorpan er gerð úr bergtegundum sem venja er að skipta í þrjá flokka eftir uppruna sínum. Flokkarnir nefnast storkuberg , setberg og myndbreytt berg . Jarðskorpan er að langstærstum hluta úr storkubergi. Setberg og myndbreytt berg verða til við veðrun, rof og ummyndun. Hin eilífa hringrás steintegunda. Storkuberg myndast á yfirborði við kólnun bráðinnar bergkviku. Ef bergkvikan storknar neðan jarðar myndast stórkristallað djúpberg. Myndbreytt berg verður til við ummyndun ólíkra bergtegunda af völdum hita og þrýstings. Setberg er berg sem veðrun og rof hafa unnið á og flutt þangað sem setið sest í lög og þjappast með tímanum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=