Um víða veröld - Jörðin

22 Jarðskorpuflekar Sjö stærstu jarðskorpuflekarnir þekja yfir 94% af yfirborði jarðar og aðrir minni flekar þekja þau 6% sem upp á vantar. Á sex af stóru flekunum eru meginlönd. Kyrrahafsflekinn er eini stóri úthafsfleki jarðar. Meginlands­ skorpa er eðlisléttari en hafsbotnsskorpa. Flekamót Mörk milli jarðskorpufleka kallast flekamót og eru þrenns konar, fráreks-, samreks- og hjáreksbelti . Stærð flekanna breytist stöðugt. Sumir stækka á meðan aðrir minnka. Þetta ferli á sér stað við flekamót sem eru einkum á hafsbotni eða við jaðra meginlanda. Fráreksbelti nefnist það þegar fleka rekur í sundur. Þá flæðir bergkvika upp úr iðrum jarðar, storknar og myndar nýja jarðskorpu. Mið- Atlantshafshryggurinn sem liggur eftir endilöngu Atlantshafinu er dæmi um slíkt sprungusvæði. Hryggurinn nær á einum stað upp fyrir sjávarmál það er á Íslandi. Eldvirknin á Íslandi er þó meiri en gengur og gerist á hryggnum. Hér berst upp meira af bergkviku úr iðrum jarðar vegna öflugs möttulstróks undir landinu og þess vegna er Ísland skilgreint sem heitur reitur ( Íslandsreiturinn). Ísland er á mörkum Norður-Ameríkufleka og Evrasíufleka. Þá rekur í sundur með um 2 cm hraða á ári. Samreksbelti nefnast þau svæði þar sem flekar hreyfast á móti hvor öðrum. Ef meginlandsskorpa mætir hafsbotnsskorpu myndast niðurstreymisbelti þar sem eðlisþyngri hafsbotnsskorpan skríður undir meginlandsskorpuna. HEITIR REITIR Heitir reitir kallast þau svæði á yfirborði jarðar þar sem undir eru öflugri möttulstrókar en gengur og gerist. Þar er jafnan óvenju mikill jarðhiti og eldvirkni. Rek Indlandsflekans norður á bóginn skóp einn mesta fjallgarð á jörðinni, Himalaja­ fjallgarðinn. Flekamót jarðskorpufleka eru með eftirfarandi hætti, frárek, samrek og hjárek.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=