Um víða veröld - Jörðin

21 Uppbygging jarðar Innræn öfl Innræn öfl kallast þau stórbrotnu öfl er koma úr iðrum jarðar og fá útrás í eldgosum , jarðskjálftum, gliðnun á úthafshryggjum og myndun fellingafjalla . Vegna þeirra er yfirborð jarðar ójafnt og á sífelldri hreyfingu. Innrænu öflin byggja sífellt upp hæðir og fjöll með eldgosum og árekstrum jarð­ skorpufleka. Hreyfingar jarðskorpuflekanna valda jarðskjálftum þegar þeir rekast á, eða nuddast saman. Landrek Jarðskorpan er mynduð af svonefndum jarðskorpuflekum sem hreyfast hver gagnvart öðrum. Þessi lárétta hreyfing jarðskorpuflekanna á yfir­ borði jarðar kallast landrek. Sennilegt þykir að jarðskorpuflekarnir hafi verið á reki um yfirborð jarðar frá upphafi jarðsögunnar. Með landrekinu hafa meginlönd flust til og frá, höf opnast og lokast, fjallgarðar risið og eldfjöll myndast. Hraðinn á reki jarðskorpuflekanna er mismikill en þó minni en svo að hreyfingin sjáist. Í dag er hraði þeirra frá 2–20 cm á ári. Á Þingvöllum sjást skilin milli Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans mjög vel. Stærstu jarðskorpuflekar á jörðinni og rek­ stefna þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=