Um víða veröld - Jörðin

Vissir þú að: Í þessum kafla lærir þú um: Í þessum kafla lærir þú um: • innri gerð jarðar • ólíkar bergtegundir • landrek og jarðskorpufleka • eldgos, jarðskjálfta og myndun fellingafjalla • veðrun og rof • setmyndun og skriðuhlaup þetta? • Jarðskorpuflekar á yfirborði jarðar hreyfast álíka hratt og neglur á fingrum okkar vaxa. Þessi hreyfing mun eflaust leiða til nýs risameginlands eftir 250 milljón ár. • Himalajafjöll eru dæmi um afleiðingu af árekstri tveggja jarðskorpufleka. • Á hverjum degi verða fleiri en 1000 jarðskjálftar á jörðinni stærri en 2 stig. • Sá hluti jarðskorpunnar sem er á mestri hreyfingu er undir Suður-Kyrrahafseyjunni Niuatoputapu. Eyjan færist um 25 cm á ári. • Mannskæðasta eldgos sem sögur fara af var í fjallinu Tambora á eyjunni Sumbawa í Indónesíu árið 1815, þá fórust allt að 92.000 manns. • Mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar skók héraðið Shaanxi í Kína árið 1556. Þá fórust um 830.000 manns. • Borgin Pompei á Ítalíu eyðilagðist ásamt fleiri bæjum og borgum í kröftugu eldgosi úr eldfjallinu Vesúvíusi 24. ágúst árið 79 e.Kr. • Stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur síðan mælingar hófust varð í Chile árið 1960 og var hann 9,5 stig. • Inn að miðju jarðar eru 6370 km. • Elsta berg jarðskorpunnar, um 4000 milljón ára gamalt, er að finna í Kanada.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=