Um víða veröld - Jörðin
17 Jörðin verður til Viðfangsefni 21. Skoðið stjörnufræðivefinn; www.stjornufraedi. is. Vinnið saman tvö eða fleiri og finnið eina frétt sem hefur verið birt á vefnum. Útbúið t.d. veggspjald, fréttaþátt eða leikrit og kynnið fyrir samnemendum ykkar. 22. Finnið tölfræði fyrir hverja og eina reikistjörnu, t.d. þvermál, fjarlægð frá sólu, snúningstíma stjörnunnar um sig sjálfa, umferðartíma um sólu og yfirborðshita. Upplýsingar er m.a. að finna í Kortabók handa grunnskólum . 23. Hvaða aðferð er best að nota til að finna út hvort tungl er vaxandi eða minnkandi? Finnið góða útskýringu og berið saman hvaða aðferð ykkur finnst best að nota. 24. Finnið frásagnir af geimverum á netinu eða í bókum. Veljið eina frásögn og gerið stutta greinargerð. 25. Þegar vísindamenn leita eftir lífi á öðrum hnöttum, leita þeir að vatni. Hvers vegna? 26. Búið til tímalínu (á veggspjald) sem sýnir fjögur tímabil jarðsögunnar, merkið inn á helstu breytingar sem urðu á jörðinni, hvenær nútímamaðurinn kom fram og hvað einn mannsaldur er langur. 27. Veljið eina reikistjörnu. Búið til útvarpsþátt/ fréttaþátt þar sem þið kynnið að vísindamenn séu nýbúnir að finna þessa reiknistjörnu. Í þættinum þurfa að koma fram helstu staðreyndir um reikistjörnuna. 28. Myndið hópa og búið til vefsíðu (t.d. www.wikispaces.com eða www.tumblr.net) um reikistjörnurnar þar sem hver hópur vinnur með eina reikistjörnu. Safnið síðan upplýsingum saman á einn vef. 29. Farðu á vef NASA, www.nasa.gov eða á YouTube og lestu þér til um gullhúðuðu plötuna sem er um borð í Voyager 1. Hvað er að finna á þessari plötu og af hverju voru þessar upplýsingar sendar með geimfarinu? 30. Hvernig hafa vísindamenn fundið út að risameginlandið Pangea var eitt sinn til? Ísland 31. Halli jarðmöndulsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur á Íslandi. Útskýrðu. 32. Af hverju getum við ekki séð sólina í hvirfilpunkti á Íslandi? 33. Finndu út klukkan hvað er sólarupprás og sólarlag í dag.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=